Þjálfun atvinnuflugmanna - ný aðferðafræði innleidd

Þjálfun atvinnuflugmanna - ný aðferðafræði innleidd

Áratugum saman hefur reglugerð um þjálfun og endurþjálfun atvinnuflugmanna tekið sáralitlum breytingum, en á sama tíma hefur tækninni fleygt fram og allt starfsumhverfi flugmanna tekið gríðarlegum stakkaskiptum.  Þótt mörg flugfélög hafi bætti við sína þjálfun umfram reglugerð, þá stóðu óbreyttar reglur í vegi fyrir annarri þjálfun.  Þannig var þjálfun og mat á hæfni flugmanns á DC-3 fyrir um hálfri öld og B757 fram til dagsins í dag, mjög keimlík, þótt vélarnar og allt umhverfið hafi gjörbreyst.  

Meðal efnis í nr.14

Meðal efnis í nr.14

- Fokkerinn kvaddur, myndasería af áður óbirtum myndum.
- Evidence based trainining - ný aðferð við síþjálfun atvinnuflugmanna
- Flóttamaður varð flugmaður - viðtal við Nexship sem kom hingað til lands sem flóttamaður frá Kosovo of starfar nú sem flugmaður hjá WOW air
- Draumurinn um Jenny - Dagfinnur er langt frá því hættur að láta drauma sína rætast. 
- Innlyksa á hálendinu - lærdómsrík frásögn hvernig hlutir geta snúist á verri veg... hratt.
- TF-BAA á langa og merkilega sögu
- Ævintýralegur vöxtur Icelandair og WOW síðustu ár

og svo margt fleira

Yfir hafið á heimasmíðuðum flugvélum

Yfir hafið á heimasmíðuðum flugvélum

Hann var kaldur vetrardagurinn þegar tveir menn komu saman til að snæða fisk í hádeginu og fengu hugmynd, sprottna upp úr víðáttum hafsins, salts og fisks. Hvernig væri að fljúga heimasmíðuðum, íslenskum flugvélum yfir Norður Atlantshafið til Bretlands? 

Mennirnir, sem stóðu saddir frá borðum fiskstaðarins þetta hádegið heita Sveinn Kjartansson og Sigurður Ásgeirsson. Þeir létu hugmyndina ekki staldra lengi við óhreyfða í heilahvelinu, heldur hringdu nokkur símtöl í vel valda aðila, eða „gerðu liðskönnun,“ eins og Sveinn orðar það. Síðan fór allt á flug – samkvæmt áætlun hugmyndarinnar. 

Svifvængjaflug - Ein besta birtingamynd frelsis

Svifvængjaflug - Ein besta birtingamynd frelsis

Hans Kristján með áhugaverða grein um flug á svifvæng.

Þrátt fyrir að ekki sé notaður mótor þá getur flug á svifvæng varað í margar klukkustundir og hægt er að fjúga mörg hundruð kílómetra í einu fugi. Algengast er þó að flug vari í 1-2 tíma og að flogið sé einhverja tugi kílómetra. Með hæfni í að notfæra sér uppstreymi geta flugmenn aukið hæð og og náð að klifra upp í nokkur þúsund metra hæð.

SUÐURSKAUTSLANDIÐ NUMIÐ AF LOFTLEIÐUM

SUÐURSKAUTSLANDIÐ NUMIÐ AF LOFTLEIÐUM

Þeim stórmerkilega áfanga fugsögunnar var náð á dögunum þegar fyrsta íslenska flugvélin snerti Suðurskautslandið þann 17. nóvember síðastliðin. Alíslensk áhöfnin var himinlifandi yfir vel heppnuðu fyrsta fluginu á Eldborgu, Boeing 757 vél og fékk að reyna að góður undirbúningur er gulls ígildi. Af hálfu fugáhafnarinnar var þetta ekki einungis spennandi verkefni sem þurfti að leysa, heldur stórkostlegt ævintýri sem margir vildu fá að taka þátt í enda Suðurskautið eina heimsálfan sem Lofleiðir höfðu enn ekki flogið til. 

Meira um málið í þrettánda tbl. Flugsins. 

Flugið nr.13 komið út

Flugið nr.13 komið út

Flugið, það þrettánda í röðinni, er komið út og hefur verið dreift til áskrifenda. 86 síður af fjölbreyttu efni um íslensk flugmál.

Meðal efnis:

 • Fyrsta flug íslenskrar vélar á suðurskautið
 • Á heimasmíð yfir atlantshafið
 • Sérkennilegt skýjafar
 • Nýjasta flug-appið
 • Reynslusögur - í vanda á leið yfir Atlantshafið
 • Aero Friedrichshafen flugsýningin heimsótt
 • Allsherjaryfirferð um flugtengt nám
 • Flugfólk erlendis
 • TBM900 tekin út... og ferjuflogið
 • Besti mótorinn
 • og ótal margt fleira.

Meðal efnis í nr.12

Meðal efnis í nr.12

Víða er komið við að vanda í þessu tólfta tölublaði Flugsins. Matthías Sveinbjörnsson upplýsir okkur hvernig maður ber sig að til að ná sér í sjóflugsréttindi en hann skellti sér vestur til Seattle til að ná sér í slík réttindi.

Sæmi Guðmunds tók sér leyfi frá atvinnuflugmennsku á Íslandi og kíkti til Kína þar sem hann flýgur nú B757 fyrir S.F. Airlines. Í þessari skemmtilegu grein fáum við að vita hvernig ferlið er að slíku starfi, hvað er það sem heillar og hvað er öðruvísi þarna hinum megin...  það er jú ansi margt.

B757 hefur þjónað Íslendingum í meira en 20 ár og ekkert útlit fyrir að verið sé að skipta henni út í bráð. Við skoðum forsögu þessarar merku vélar...

Brot úr viðtali í Flugið nr.11 við Elmar Gíslason sem hóf þjálfun hjá Korean air

Brot úr viðtali í Flugið nr.11 við Elmar Gíslason sem hóf þjálfun hjá Korean air

Nú tók við einhver sérkennilegasti kafli í mínu lífshlaupi. Línuþjálfun nýrra flugmanna hjá KAL er að flestu leyti mjög frábrugðin því sem við þekkjum hér á Vesturlöndum. Þeir kalla þetta „OE training“ (operational experience). Krafan er að menn fljúgi 14 leggi og taki í framhaldinu próf (aðeins minna ef menn eru með reynslu á vélina). Menn eru settir undir „leiðsögn“ kóresks þjálfunarflugstjóra og fljúga nær eingöngu með þeim aðila fram að prófi að undanskildu 1-2 flugum í upphafi. Þeir eru með nokkra erlenda þjálfunarflugstjóra sem fara fyrstu ferðina eða tvær með nýliðunum til að koma þeim á sporið áður en þeir eru settir í hendurnar á Kóreumönnum.