Eftir sumar kemur haust og nýtt tölublað Flugsins

Nú eru allir þeir sem penna geta valdið, eða takkaborð slegið, sestir niður og byrjaðir að framkalla efni sem hæfir næsta tölublaði. Það var alltaf og er enn draumurinn að geta verð með það minnsta tvö blöð á ári. Tilraun var gerð til þess í vor en sól hækkaði hraðar á lofti en okkur rak minni í og ekki náðist að klára áður en menn og kýr voru roknar á dyr út í sumarið.

Okkur hjá blaðinu langar nú að bæta við færum pennum til að skrifa með okkur. Markmiðið er alltaf að hafa blaðið sem fjölbreytast og fleiri pennar styðja við það markmið.

Ef þú veist um einvhern sem væri tilvalin til verksins þá endilega sendu okkur línu. flugid (at) flugid.is