Fokkerinn kvaddur

Í tilefni þeirra tímamóta að Fokker vélarnar líða ekki lengur um loftin yfir Íslandi vildum við deila nokkrum áður óbirtum myndum af Fokker vélunum og örfáum af þeim sem störfuðu í kringum þessar merku vélar. 

--------

Lokið er meira en 50 ára sögu Fokker flugvéla í almenningssamgöngum hér á landi. Fokker flugvél var flogið í síðasta áætlunarfluginu innanlands hér á landi þann 18. apríl 2016 þegar TF-JMT var flogið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Flugstjóri var Ingimar Örn Erlingsson og flugmaður var Nökkvi Sveinsson.

Fyrsta Fokker vélin, F27-100 Friendship TF-FIJ, kom til landsins árið 1965 og komu vélarnar þá í stað Þristsins Douglas DC-3. F27 vélarnar báru 48 farþega sem var þrefalt á við Þristinn. Aflmeiri F27 vélar bættust síðan við flotann 1972. F27 var í notkun hjá Flugfélagi Íslands og Flugleiðum innanlands í um 27 ár eða þar til 1992 þegar F50 vélarnar tóku við.