nr14

Þjálfun atvinnuflugmanna - ný aðferðafræði innleidd

Þjálfun atvinnuflugmanna - ný aðferðafræði innleidd

Áratugum saman hefur reglugerð um þjálfun og endurþjálfun atvinnuflugmanna tekið sáralitlum breytingum, en á sama tíma hefur tækninni fleygt fram og allt starfsumhverfi flugmanna tekið gríðarlegum stakkaskiptum.  Þótt mörg flugfélög hafi bætti við sína þjálfun umfram reglugerð, þá stóðu óbreyttar reglur í vegi fyrir annarri þjálfun.  Þannig var þjálfun og mat á hæfni flugmanns á DC-3 fyrir um hálfri öld og B757 fram til dagsins í dag, mjög keimlík, þótt vélarnar og allt umhverfið hafi gjörbreyst.