Fréttir af útgáfunni
Áratugum saman hefur reglugerð um þjálfun og endurþjálfun atvinnuflugmanna tekið sáralitlum breytingum, en á sama tíma hefur tækninni fleygt fram og allt starfsumhverfi flugmanna tekið gríðarlegum stakkaskiptum. Þótt mörg flugfélög hafi bætti við sína þjálfun umfram reglugerð, þá stóðu óbreyttar reglur í vegi fyrir annarri þjálfun. Þannig var þjálfun og mat á hæfni flugmanns á DC-3 fyrir um hálfri öld og B757 fram til dagsins í dag, mjög keimlík, þótt vélarnar og allt umhverfið hafi gjörbreyst.
Kappflug með drónum (FPV Racing) hefur notið vaxandi vinsælda í heiminum og er einnig vaxandi sport á Íslandi.
Í vetur sem leið var Félag íslenskra kappflugmanna (FÍK) stofnað með það fyrir augum að halda utan um keppnir og áhugafólk um kappflug dróna.
Meðal efnis í Flugið nr.14
- Fokkerinn kvaddur, myndasería af áður óbirtum myndum.
- Evidence based trainining - ný aðferð við síþjálfun atvinnuflugmanna
- Flóttamaður varð flugmaður - viðtal við Nexship sem kom hingað til lands sem flóttamaður frá Kosovo of starfar nú sem flugmaður hjá WOW air
- Draumurinn um Jenny - Dagfinnur er langt frá því hættur að láta drauma sína rætast.
- Innlyksa á hálendinu - lærdómsrík frásögn hvernig hlutir geta snúist á verri veg... hratt.
- TF-BAA á langa og merkilega sögu
- Ævintýralegur vöxtur Icelandair og WOW síðustu ár
og svo margt fleira
Blaðið er eins og áður stútfullt af áhugaverðu efni, eithvað fyrir alla.
Einhverjir söknuðu þess að fá ekki blaðið fyrir síðustu jól eins og oft áður en nú er meiningin að vera framvegis með útgáfu á vormánuðum.
Njótið lestursins.
Áskrift
Blaðið kemur að jafnaði út einu sinni á ári. Með því að skrá sig fyrir áskrift tryggir þú þér eintak um leið og blaðið kemur út og afslátt af útsöluverði. Ekkert blað - engin kostnaður
- Eintakið af nýjasta blaðinu kostar 1.490,-kr.
- Áskriftartilboð. Tvö nýjustu tölublöð á 1.490,-kr
- ALLUR PAKKINN. Nýjasta + öll eldri tölublöð (nema 1 og 7) á 3.900,-kr
Í tilefni þeirra tímamóta að Fokker vélarnar líða ekki lengur um loftin yfir Íslandi vildum við deila nokkrum áður óbirtum myndum af Fokker vélunum og örfáum af þeim sem störfuðu í kringum þessar merku vélar.