Áskriftaskilmálar

Um leið og við bjóðum þig velkomin í áskrifendahóp okkar, viljum við ítreka nokkur atriði er varða áskriftina.

Áskrift er bindandi þar til henni er sagt upp með tölvupósti..

Áskriftarverð er verð á hvert tölublað og innheimtist í þeim mánuði sem blaðið er sent út til áskrifenda. Ekkert blað, engin kostnaður.  Það sem birtist með rukkun í heimabanka eða kortayfirliti er "Flugmálaútgáfan ehf".Stefnt er að því að blaðið komi út einu sinni til tvisvar á ári þannig að hámarkskostnaður áskrifanda sem greiðir með korti væri 2.980,-kr.

Blaðið áskilur sér rétt til verðbreytinga sem verða þá tilkynntar hér á vefsíðunni.  

Vegna áskrifenda erlendis þá bætist sendingakostnaður við verð blaðsins skv. gjaldskrá Íslandspósts. Fyrir 1 blað er þessi kostnaður eftir þyngd 530-925,-kr til evrópu og um 885-1615,-kr til USA. Sjá verðskrá á postur.is

Munið að tilkynna allar breytingar á heimilsfangi, tölvupóstfangi eða greiðsluupplýsingum með tölvupósti eða með að fylla út formið hér.

Tölvupóstfang blaðsins er flugid (hjá) flugid.is